Páskafrí í fótboltanum.

Kæru foreldrar stráka í 7.flokk.

Nú fer að líða að páskum og að því tilefni vil ég fara yfir æfingar yfir hátíðina.

Síðasta æfing fyrir páskafrí verður á morgun föstudaginn 22. mars.  Eftir það verða ekki æfingar á meðan Álftanesskóli er í fríi.

Þannig byrja síðan æfingar aftur miðvikudaginn 3. apríl.  

Fyrir þá sem vonandi fá fiðring í tærnar til að fara að hreyfa sig vil ég benda á mikilvægi þess að æfa sig sjálfir.

Það er mjög gott að t.d. hringja í einhvern félaga og fá hann til að hittast á battavellinum því með að æfa sig sjálfur tekur maður meiri framförum.

 

Með kærri kveðju,

Ragnar og Örn.