Mót í Kórnum sunnudaginn 3. mars.

Sunnudaginn 3. mars erum við að fara á mót hjá H.K. í Kórnum í Kópavogi.  Mótið verður með sama sniði og síðast þ.e. eldra árið er saman í liði

og leika sína leiki milli kl: 12.00 og 14.00.  Yngra árið mannar svo vonandi tvö lið og spila þeir frá kl: 14.00 - 16.00.  Að þessu sinni verður leikið 

5 á móti 5 þannig að við erum með um sjö stráka í liði.

Þátttökugjaldið er 1500 kr og svo er glaðningur í lok móts.

 

Endilega skrifið hér í athugasemdir hvort sonur ykkar komið eða komi ekki.