Foreldrafundur miðvikudaginn 6. febrúar kl: 20.00

Komið sæl.

 

Við ætlum að hafa foreldrafund næsta miðvikudagskvöld þann 6. feb kl: 20.00.

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu UMFÁ í íþróttamiðstöðinni og tekur um eina klst.

Efni fundarins verður að hittast, spjalla um það sem okkur liggur á hjarta og fara yfir verkefni sumarsins t.d. Norðurálsmótið á Akranesi.

 

Sjáumst hress á miðvikudaginn.

Kveðja,

Örn og Ragnar þjálfarar 7.flokks.