Æfingamót HK í Kórnum 9. des.

Komið sæl.

 

Okkur býðst að taka þátt í Æfingamóti í Kórnum Kópavogi sunnudaginn 9. des n.k.

Skipt verður í eldra og yngra ár og fá liðin fjóra leiki sem hver er 12 mín.  Eldra árið spilar milli kl: 12.00 og 14.00 og yngra árið svo milli kl: 14.00 og 16.00.

Þátttakendur borga 1200 krónur og fá verðlaunapening og Frissa Fríska.

Gaman væri að mæta með tvö lið en það leika sjö inná í einu og æskilegt að hafa níu til tíu í liði.

Svarið endilega í athugasemd hér fyrir neðan hvort sonur ykkar hafi áhuga og við sjáum hvort við náum í lið.

 

Kveðja,

Ragnar og Örn.