Mótið á Akranesi.

Sæl öll og takk kærlega fyrir skemmtilegt mót um helgina.

 

Það var gaman að sjá hversu margir mættu og allir voru að standa sig með mikilli prýði.

Ég vona að strákarnir hafi haft gaman af þessu því það er líka mikilvægt að þetta sé gaman.

Nú er verkefnið framundan hjá okkur þjálfurum að benda strákunum á eitthvað sem betur má fara og hjálpa þeim með það.

Verkefnið er líka að tala um eitthvað sem þeir gerðu vel og halda því áfram.

Ef einhver lumar á myndum frá mótinu endilega senda nokkrar á mig og ég set þær inn á síðuna.

 

Þjálfarar.