Jólamót Kjörís Hveragerði 28.nóv.

 

Komið sæl og takk fyrir gott mót á laugardaginn.

 
Næsta verkefni okkar fyrir áramót er í Hveragerði laugardaginn 28.nóv.
Þar er spilað í "loftbóluhúsinu" sem er mjög gott hús, gervigras, upphitað og flott.
Á því móti ætla ég að hafa liðin blönduð með yngri og eldri stráka saman í liði.
Þetta ætla ég að gera til að spila strákana saman og hrista þá saman félagslega.
Mótið tekur ca. 3klst í framkvæmd, kostar 2000kr og verður pizza, ís og verðlaunapeningur í lokin.
 
Ég vil biðja ykkur að fara inn á heimasíðuna, umfa.is / undir fótbolti / 7.flokkur karla og skrifa þar í athugasemd hvort sonur ykkar komi eða ekki. (Það er búið að laga athugasemdakerfið á síðunni).
Með þessu móti veit ég nákvæmlega hversu marga stráka ég hef á mótinu og get skipt þeim niður.
 
Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.