Æfingaleikir við Gróttu á sunnudaginn 7.feb.

 

Foreldrar stráka í 7.flokk karla.

 
Nú á sunnudaginn fáum við lið frá Gróttu í heimsókn til okkar að spila æfingaleiki á nýja vellinum við Frístund.
Þeir reikna með að koma með þrjú lið á eldra ári og þrjú á yngra ári.
Spilað verður með fimm leikmenn inn á í einu.
Ef við náum í tvö lið á yngra ári og tvö lið á eldra ári þá verða þetta
þrír leikir á liðin okkar öll.
Leikirnir byrja kl: 13.00 og stendur þetta til ca 15.00.
Eftir það er öllum frjálst að fara en það gæti verið að við
fáum að fara í íþróttasalinn eða í sund eftir mót.
 
Við komum til með að hafa afnot af Frístundarhúsinu fyrir kaffi og fleira.
Allir foreldrar sem geta hjálpað með það eru velkomnir.
 
Nú bið ég ykkur að fara inn á umfa.is / fótbolti / 7.flokkur karla
og skrifa í athugasemd við þessa grein hvort sonur ykkar verði með 
eða ekki.
Með því móti getum við fylgst með hversu margir verða og hvað við höfum mörg lið.
Það verða ekki talin mörk í leikjunum enda einungis um æfingu að ræða.
 
Ég ætla að gefa ykkur til kl: 16.00 á fimmtudaginn að svara af eða á.
 
 
Fótboltakveðja,
Ragnar Arinbjarnar.