Arionbankamót liðin og leikir.

Nú styttist í mótið hjá okkur sem spilað verður í Fossvogi á Víkingsvellinum á sunnudaginn 14.ágúst. Þar sem þetta er síðasta mótið hjá okkur á þessu tímabili verða eldri strákarnir saman í liði og yngri strákarnir í hinum tveim liðunum.
Öll liðin leika fimm leiki.
 
Liðin og fleira má sjá hér að neðan.
 
Álftanes 3: Brynjólfur R, Óliver, Gestur, Róbert, Árni og Brynjólfur Aron.
Fyrsti leikur hjá liðinu er kl: 11.45 á velli Spariland á móti ÍBV 8.
Allir í þessu liði eiga að vera mættir á Víkingsvöllinn kl: 11.25.
Þjálfari: Ragnar.
 
Álftanes 2: Óðinn, Einar, Viktor Óli, Vilhjálmur, Snæbjörn, Auðunn og Kári.
Fyrsti leikur hjá liðinu er kl: 11.45 á velli Peningatré á móti Stjörnunni 8.
Allir í þessu liði eiga að vera mættir á Víkingsvöllinn kl: 11.25.
Þjálfari: Maggi og Bolli.
 
Álftanes 1: Ísak F, Andri, Tinni, Nói, Sölvi, Jökull, Goði, Hákon, Ívar og Stefán.
Fyrsti leikur hjá liðinu er kl: 14.00 á velli Spariland á móti Keflavík 3.
Allir í þessu liði eiga að vera mættir á Víkingsvöllinn kl: 13.40.
Þjálfari: Ragnar, Bolli og Maggi.
 
 
Strákarnir þurfa að hafa með sér skó, legghlífar, Álftanesbúning (ég verð með aukabúninga fyrir þá sem vantar), smá hollt nesti og fullt af glöðu keppnisskapi.
Það eru ekki talin mörk í leikjunum þannig að við lítum á þetta sem góða æfingu.
 
Þátttökugjaldið á mótið er 2500 kr á hven strák sem ég ætla að biðja ykkur að koma með. Við söfnum því svo saman á staðnum og gerum upp fyrir liðin.