Jólafrí og fleira.


Kæru foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness í knattspyrnu.




Nú líður að jólum og verður síðasta æfingin fyrir jólafrí fimmtudaginn 

18. desember. Það verður ekki æfing á föstudeginum 19. des og 

svo hefjast æfingar aftur þegar skóli hefst á nýju ári mánudaginn 

5. janúar.

Æfingatímar verða þeir sömu og hafa verið.

Að gefnu tilefni vil ég benda ykkur á að ef veður er vont á fimmtudegi

og við færum æfinguna inn í íþróttahús þá þurfa strákarnir ekki að vera

með íþróttaföt með. Ástæðan er sú að ég geri ekki kröfu að strákarnir

hafi bæði úti og inni fótboltaföt með í skólann á fimmtudögum.

Ef ég færi æfingu inn þá förum við venjulega í leiki og spilum

svo sokkafótbolta með mjúkan bolta.




Að lokum viljum við þakka ykkur kærlega fyrir samstarfið á þessu

ári sem senn er liðið.

Kveðja,
Ragnar, Guðjón og Guðmundur.