Keflavíkurmótið laugardaginn 15.nóvember.


Komið sæl og takk fyrir samveruna á skemmtilegu móti síðustu helgi.


Næsta mót sem við förum á verður í Reykjaneshöllinni í Keflavík 

laugardaginn 15.nóvember n.k.

Eins og fyrir síðasta mót ætla ég að byðja ykkur að skrá strákinn ykkar

á mótið undir athugasemdir við frétt á heimasíðunni

(umfa.is / fótbolti / 7.flokkur karla ).

Þátttökugjaldið á þetta mót er 2000kr og leikið er með sjö leikmenn inn á í einu.

Allir þátttakendur fá verðlaunapening (ég er ekki að bulla núna ) og pizzuveislu

í mótslok.
Það verður æfing á mánudaginn fyrir þá sem vilja og komast þó það sé starfsdagur í skólanum.

Framvegis mun ég alltaf láta ykkur vita ef æfing fellur niður. Ef ekkert heyrist frá mér þá er æfing eins og venjulega.

Ég ætla næstu vikur að vinna aðeins í því að bæta stundvísi og reyna að hafa

alla með nauðsynlegan útbúnað á æfingum (íþróttaföt, skó, legghlífar og slíkt).

Þið megið endilega hjálpa mér eins og þið getið með þetta.

Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.