Skráning á Norðurálsmótið helgina 20. - 22. júní.


Kæru foreldrar stráka í 7. flokk Álftaness í fótbolta.Eins og við ræddum á nokkuð fjölmennum
foreldrafundi í mars þá er hefð fyrir því að 7.flokkur karla fari á stórt og skemmtilegt mót á Akranesi ár hvert.

Í stuttu máli þá er þetta mót þannig:

Það byrjar snemma á föstudegi (fyrir hádegi) með stuttri skrúðgöngu.

Leikirnir byrja snemma á laugardegi og mótið klárast eftir hádegi á sunnudegi með verðlaunaafhendingu.
Við fáum úthlutað tjaldstæði og hefur fólk verið að fara með tjöld, fellihýsi eða tjaldvagna. Þar höfum við
slegið upp búðum sem skapast ansi hreint góð stemming á.

Strákarnir fá skólastofu og gista þar saman á dýnum og svefnpokum.

Innifalið í mótsgjaldinu er gistiaðstaðan, fullt fæði, (morgun-, hádegis-, og kvöldmatur),
verðlaun og frítt í sund alla helgina.


Þetta mót kostar 18.000 á hvern þátttakenda (inn í því er keppnisgjald 13.000, staðfestingargjald
2.000 sem UMFÁ hefur lánað okkur fyrir og vallarnesti og liðsstjórafæði 3.000).


Þetta gjald þarf að greiða inn á banki: 318 hb: 26 reikn: 1332 kennit: 1502765279 upph: 18.000
og muna að skrifa Norðurálsmót og nafn stráks í skýringu.A.T.H til að sonur ykkar teljist þáttakandi á þessu móti þarf að greiða gjaldið fyrir miðnætti þann 4. júní n.k.

Síðasta sumar fóru 24 strákar frá Álftanesi á þetta skemmtilega mót og gaman væri að við næðum svipuðu í ár.Nánari upplýsingar um mótið er að finna á síðunni kfia.is undir Norðurálsmót 2014.
Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.