Fótboltaæfingar færast út á grasvöll.


Komið sæl.

Frá og með næsta mánudegi 12.maí verða æfingarnar allar (mánudags, miðvikudags og föstudags) úti í grasvellinum við Frístund. Æfingarnar verða á sama tíma og venjulega. Vinsamlegast munið að klæða strákana eftir veðri.

A. T. H. mikilvægt að allir sem þurfa að klæða sig eða skipta um föt fyrir æfingar EIGA að koma inn í klefa um gulu hurðina á enda íþróttahússins. Þeir sem mæta tilbúnir á æfingar mega mæta beint út á grasvöll.
Þetta gerum við svo við völdum ekki ónæði fyrir sundlaugargesti og skemmum ekki steinagólfið í íþróttamiðstöðinni.

Allar nánari upplýsingar hjá Ragga í síma 8631502.