Muna íþróttaföt, legghlífar og skó á fótboltaæfingar.

Kæru foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness í knattspyrnu.

Að gefnu tilefni vil ég minna ykkur á að senda strákana með íþróttaföt, skó og helst legghlífar ALLTAF á æfingar.
Það er mun meiri hætta á meiðslum og pústrum þegar sumir eru berfættir og ekki með legghlífar.
Framvegis ætla ég að láta þá sem ekki eru með nauðsynlegan búnað, horfa á eða aðstoða mig á æfingum.
Vinsamlegast komið þessu til strákanna.

Með kærri þökk,

Ragnar þjálfari.