Njarðvíkurmót - leikjadagskrá og liðsskipan.

Komið sæl.

Nú á sunnudaginn 19.jan fer Njarðvíkurmótið í 7.flokki í fótbolta fram í Reykjaneshöllinni í Reykjanesbæ.
Leikið er í sjö-manna liðum og leika liðin fimm leiki.
Að þessu sinni eru liðin blönduð, eldri yngri og erum við með tvö lið sem leika annars vegar í Reykjanesdeildinni og hins vegar Kópadeildinni.

Liðið í Reykjanesdeildinni er þannig skipað:
Björgvin, Róbert, Axel, Elmar, Eyþór, Andri, Matthías, Ási, Ísleifur og Kári.
Fyrsti leikur hjá liðinu hefst kl: 9.28 og eiga því allir í þessu liði að vera mættir í Reykjaneshöllina kl: 9.00.
Síðasti leikur þeirra á að vera búinn kl: 11.48 og verður þá haldið heim.
Vinsamlegast munið að koma með legghlífar og skó til að spila á gervigrasi.
Nauðsynlegt er hafa eitthvað hollt og gott nesti með.
Ef þið eigið ekki Álftanesbúning, verð ég með búninga og markmannsbúninga.
Endilega takið með markmannshanska ef þið eigið.

Liðið í Kópadeildinni er þannig skipað:
Viktor, Árni Arnarson, Gabríel, Guðjón, Dagbjartur, Daníel Haukur, Sveinn, Magnús, Elvar Jón, Árni Dagur og Kristófer Leó.
Fyrsti leikur hjá liðinu hefst kl: 12.44 og eiga því allir í þessu liði að vera mættir í Reykjaneshöllina kl: 12.20.
Síðasti leikur þeirra á að vera búinn kl: 15.30 og verður þá haldið heim.
Vinsamlegast munið að koma með legghlífar og skó til að spila á gervigrasi.
Nauðsynlegt er hafa eitthvað hollt og gott nesti með.
Ef þið eigið ekki Álftanesbúning, verð ég með búninga og markmannsbúninga.
Endilega takið með markmannshanska ef þið eigið.

Þátttökugjaldið er 2000 krónur og væri mjög gott ef þið gætuð haft það meðferðis þannig við getum gert upp fyrir liðin.
Þið getið farið inn á umfn.is til að skoða allar upplýsingar um mótið.

Höldum áfram að vera jákvæð og hvetjandi við strákana, þið eruð að standa ykkur mjög vel í því.

Allar nánari upplýsingar hjá Ragnari í síma 8631502 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ragnar Elvar Arinbjarnarson    
Álftanesskóli