Bíóferð hjá strákunum á fimmtudaginn 29.ágúst.

Komið sæl.

 

Nú á fimmtudaginn 29.ágúst hefur strákunum í 7.flokk verið boðið

í Laugarásbíó á myndina "Aulinn ég 2".

Foreldrar Magnúsar standa fyrir þessu eins og þið munið frá Norðurálsmótinu

þar sem strákarnir fengu boli og poka.

Allir sem voru að æfa með 7.flokk stráka í sumar eru velkomnir

og byrjar myndin kl: 17.30.

Gott er að mæta tímanlega og eiga góða stund saman áður en 

eldra árið færist upp í 6. flokk þegar æfingar byrja aftur.

Hlakka til að sjá ykkur.

Ragnar.