Arion banka mótið 17.-18. ágúst.

Komið sæl.

 

Frá og með næsta mánudegi (15. júlí ) mæti ég aftur til æfinga og verð með æfingar

eins og áður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl: 13.00.

Við höfum fengið boð um að taka þátt í Arion banka móti Víkings helgina 17. og 18. ágúst n.k.

Leikið er með fimm leikmenn inn á vellinum í hvert skipti og spila liðin fjóra eða fimm leiki á mótinu.

Keppnisgjaldið er 2000kr á hvern leikmann og fá allir verðlaunapening,

hamborgaramáltíð og Disneyglaðning að móti loknu.

Gert er ráð fyrir að hvert lið sé um 3 klst á svæðinu og leika okkar lið

sennilega bara á laugardeginum 17. ágúst. Ekki verða talin mörk heldur einungis um æfingamót að ræða.

 

Ég ætla að biðja ykkur að skrá hér að neðan í athugasemdir hvort

sonur ykkar mæti á mótið svo ég viti hversu mörg lið ég skrái.

 

Með fótboltakveðju,

Ragnar Arinbjarnar.