Útiæfingar að hefjast

Heil og sæl öllsömul.

Fyrsta grasæfing sumarsins verður á morgun miðvikudaginn 8.maí. Stelpurnar þurfa að koma klæddar eftir veðri og eiga að mæta á grasvöllinn við íþróttahúsið. Æfingatímar haldast óbreyttir fram í júní. Sumaræfingatíminn verður auglýstur sérstaklega.

 

Ég vil nota tækifærið og biðja þau ykkar sem ekki hafa svarað í sambandi við mót sumarsins að gera það hið fyrsta. Endanleg ákvörðun verður tekin í vikulok.

Einnig vil ég nota tækifærið og biðja þau ykkar sem hafa ekki verið að fá tölvupóst frá mér að senda mér línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo ég geti bætt ykkur á póstlistann minn.

 

Kveðja, Helga

Frí 1.maí

Sæl öllsömul, ég vil minna á að það er frí á morgun 1.maí. 

Einnig vil ég biðja þá foreldra sem ekki hafa verið að fá tölvupóst frá mér um að senda mér línu svo ég geti skráð þá á póstlistann minn.

 

Kveðja, Helga

Æfingaleikur við FH

Sæl öllsömul. 

Miðvikudaginn 10.apríl ætlum við að spila æfingaleiki við FH í Risanum (við Kaplakrika í Hf.) Leikirnir hefjast kl.17 og er mæting 20 mínútum fyrr.  Stelpurnar þurfa að mæta tilbúnar öllu leyti en þær sem ekki eiga keppnistreyju geta fengið hana hjá mér.  Athugið að það getur verið mjög kalt inni í Risanum.

Staðfestið mætingu með því að skrifa athugasemd við þessa færslu. Gott væri ef þið gætuð einnig látið mig vita hvort ykkar stúlka þurfi treyju eða ekki.

 

Bestu kveðjur, Helga

 

Það er ekki æfing hjá stelpunum í dag út af leiknum en ég verð upp í húsi með 6.flokkinn frá kl.15-16. kv.Helga

Páskafrí

Sæl öllsömul, nú er hafið páskafrí hjá okkur í 7.flokknum. Næsta æfing verður miðvikudaginn 3.apríl.

 

Hafið það gott í fríinu.

 

Kveðja, Helga