Vinaleikir við Fram

Sæl öllsömul.

 

Við ætlum að spila vinaleiki við Framstúlkur á gervigrasinu í Safamýri mánudaginn 18.mars kl.16 til 17. Mæting 20mínútum fyrr.  

Ég kem með keppnistreyjur fyrir þær sem eiga ekki en stelpurnar þurfa að koma tilbúnar að öllu öðru leyti.

Munið eftir legghlífum og vatnsbrúsum.

Látið vita hvort ykkar stúlka komi eða ekki með því að skrifa athugasemd við þessa færslu, einnig væri sniðugt að láta vita ef þið getið tekið auka farþega með ykkur þar sem ekki allir komast frá vinnu á þessum tíma.

Hafið samband ef eitthvað er óljóst

Kveðja, Helga

 

videostund og fundurinn

Góðan dag öllsömul.

Ég vil minna á videostundina á skrifstofu UMFÁ í dag. Foreldrar ættu að hafa fengið póst frá mér með öllum upplýsingum. Ef þið hafið ekki fengið póst undanfarið endilega sendið mér mailið ykkar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og ég bæti ykkur á póstlistann minn.

Fundurinn á mánudaginn gekk vel en mætingin var mjög léleg. Aðeins þrír foreldrar mættu, ég mun senda ykkur stutta samantekt næstu daga og kynna mótin sem stefnt er á.

 

Kveðja, Helga

Æfingar falla niður í dag

Heil og sæl öllsömul.

 

Allar æfingar hjá UMFÁ falla niður í dag (miðvikudag 6.mars) vegna veðurs.

Bestu kveðjur, Helga

Foreldrafundur

Heil og sæl öllsömul. Ég vil minna á foreldrafundinn annað kvöld (mánudaginn 4.mars)  kl.20 á skrifstofu UMFÁ. Farið verður yfir mótamál sumarsins, mögulegar fjáraflanir og fleira. 

Mánudagsæfingin fellur niður, miðvikudagsæfingin verður með hefðbundnu sniði en á fimmtudaginn verður videostund. Nánari upplýsingar koma inn fljótlega.

Kveðja, Helga