Nýtt fréttakerfi með athugasemdum

Tekið hefur verið í notkun nýtt fréttakerfi með athugunarsemdarkerfi til að auðvelda samskipti á milli þjálfara, iðkenda og forráðamanna.  

7. flokkur kvenna

 

Sælar, minni á að það er vetrarfrí  á mánudaginn (22.okt) Næsta æfing á miðvikudaginn.

Vona að þið hafið það rosalega gott í fríinu ykkar.


Bestu kveðjur, Helga

............................................................................................................................................................................................................... 

------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sæl öllsömul.  Því miður fellur niður æfingin á morgun (mánudaginn 8.okt.) Næsta æfing verður á miðvikudaginn

 

Kveðja, Helga

...........................................................................................................................................................

 

Sæl verið þið. Vikuna 1.-5.okt ætlum við að hafa Vinaviku í fótboltanum. Stelpurnar mega þá bjóða vinkonum með á æfingarnar :)

 

Miðvikudaginn 3.okt ætlum við að mæta með bangsa á æfingu en það er betra ef þeir eru ekki alltof stórir :)

Fimmtudaginn 4.okt verður náttfata-furðufataæfing, stelpurnar mega þá koma í búningi, í náttfötum eða bara skemmtilega skrítnum fötum.

 

Bestu kveðjur, Helga

 

 

 .....................................................................................................................................................................................................

Sæl öllsömul, þar sem blogcentral.is er að loka ætlum við að færa fréttasíðuna okkar hingað inn.

 

....................................................................................................................................................................................................................

Sæl öllsömul, það verða tvær æfingar í þessari viku. Mánudaginn og miðvikudaginn kl.12:30 til 13:30. Stelpurnar í 6.flokknum æfa með okkur.

 

Laugardaginn 25.ágúst verður Stelpu-fótboltadagur hérna á nesinu. Nánari upplýsingar koma fljótlega.

 

Kveðja, Helga

 

.....................................................................................................................................................................................................................

Æfing á morgun (Mánudaginn 13.ágúst) sama tíma og venjulega. 12:30 til 13:30 á grasvellinum.

 

Kv. Helga

 

......................................................................................................................................................................................................................

Minni á að það er frí á morgun mánudaginn 6.ágúst.

 

Kv.Helga

........................................................................................................................................................................................................................

Sæl öll,

Ákveðið var á fundinum í dag að vera með fjáröflun fyrir Pæjumótið á  
n.k. mánudag  31. Júlí.Við ætlum að ganga í hús og selja snakk.Við 
stefnum að því að hittast  kl. 17:00 og raða í poka, í honum verða tveir 
snakk pokar og einn popp poki. Gott væri að sem flestir sjái sér fært að 
mæta því við þurfum að raða snakk- og popp pokunum í glæra poka til að 
útbúa hverja sölueiningu. Síðan munum við ganga í hús milli kl. 18:00 og 
20:00. Ekki er komið í ljós hvar við munum vera en líklega verður það í 
íþróttahúsinu.

Við fáum innihald hvers poka á 500.- kr. og selja þá á 1.200.- kr.  
Ágóði af hverri einingu er því 700.- kr. Gert er ráð fyrir því að ágóði 
af því sem selt verður í hús muni skiptast jafnt á milli þeirra sem taka 
þátt. Einnig verður hægt að fá poka til að selja vinum og ættingjum og 
þá mun ágóði af þeirri sölu ganga óskert til hvers og eins.

Gott væri að fá að vita hverjir ætla að taka þátt í þessari fjáröflun 
svo við getum áætlað það magn af snakki sem við ætlum að selja. Það 
hefur verið m.v. að hver og einn selji 7 -- 8 einingar í fyrri snakksölum.


Kær kveðja,

Lilja Björg og Ingólfur Th

 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

.....................................................................................................................................................................................................................

Fundur vegna Pæjumótsins verður miðvikudaginn 25.júlí kl.18 á skrifstofu UMFÁ í íþróttamiðstöðinni.

Kveðja, Helga

......................................................................................................................................................................................................................

Takk fyrir helgina :D

Frí vikuna 16.-20.júlí.

 

Bestu kveðjur, Helga

 

.......................................................................................................................................................................................................................

Leikjaplan sunnudagsins:

 

11:00 Völlur 13. Fram-Álftanes

13:30 Völlur 3 eða 4. Fer eftir úrslitum fyrri leiksins.

 

Áfram Álftanes!!

 

Kveðja, Helga, Guðrún og Íris 

........................................................................................................................................................................................................................

Jæja þá liggur leikjaplan morgundagsins (laugardagurinn 14.júlí) fyrir.

 

14.7.2012 11:30 7SCSE Álftanes (A3) - Breiðablik 2 (C3) Völlur 12
14.7.2012 14:00 7SCSE Álftanes (A3) - Stjarnan 3 (G3) Völlur 5
14.7.2012 16:30 7SCSE Valur 1 (E3) - Álftanes (A3) Völlur 5

Eins og fyrr þá er mæting 30min fyrir fyrsta leik!

Ég ætla líka að setja inn hluta af dagskrá morgundagsins:

17:00-19:00 Grill fyrir keppendur og aðra mótsgesti við nýju stúkuna
18:30 Landsliðið – Pressan á Kópavogsvelli (valið úr 5. flokki)
19:30 Skemmtun í Smáranum. Blár Ópal, Friðrik Dór og Regína Ósk.

Við þjálfarar mætum á skemmtunina og stelpurnar mega koma án foreldra og vera með okkur en foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir líka :D Við verðum fyrir utan Smárann(íþróttahúsið) kl.19:15.

Ég vil  biðja fólk um að senda stelpurnar ekki með meira en 500kr til að kaupa um kvöldið. 


Hlakka til að sjá ykkur á morgun, kv. Helga

......................................................................................................................................................................................................................

Sæl og blessuð öllsömul, fyrsti leikurinn hjá 7.flokknum er í fyrramálið kl.9 á velli nr. 12, mæting 30 mín fyrr.  

Sissa mamma Veru og Vöku og Björg mamma Emilíu ætla að sjá um  hópinn á setningunni í kvöld. Ég sé ykkur hressar og kátar í fyrramálið.

 

Kveðja, Helga

........................................................................................................................................................................................................................

Leikjaplan liggur ekki enn fyrir en ég hvet ykkur til að fylgjast með á síðu mótsins Símamótið . Við spilum í c-liðs keppninni.

Mótið hefst annað kvöld með skrúðgöngu og formlegri setningu. Mæting við Digraneskirkju kl.19:15, helst í fatnaði merktum félaginu. Flestar eru komnar með keppnistreyjur en þær sem ekki gátu mætt í dag fá sína treyju fyrir fyrsta leik á föstudaginn.

Stelpurnar þurfa að mæta með nesti og vatnsbrúsa. 

Við verðum 13 á laugardaginn en eitthvað færri á föstudaginn. Ég mun líklega nota c.a. þrjár stelpur líka í 6.flokknum, ef foreldrar þeirra samþykkja það. 

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega sendið mér línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Bestu kveðjur, Helga

 

........................................................................................................................................................................................................................

 

 

Þjálfari:

Helga Björg Flóventsdóttir7flokkur kv_bangsafing
565-8753/616-1855
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

http://alftanesstelpur.blogcentral.is/

Æfingatímar:

Mánudagar kl. 12:30 -13:30 Íþróttahús

Miðvikudagar kl. 12:30 - 13:30 Íþróttahús

Fimmtudagar kl. 12:30 - 13:30 Íþróttahús