Vinadagar

Heil og sæl.

Það eru sérstakir vinadagar í gangi hjá okkur á æfingum þessa dagana. Stelpurnar eru hvattar til að bjóða vinkonum með sér og við þjálfarar reynum að hvetja stelpurnar til að vinna með einhverri sem þær þekkja lítið/ekkert.

Á morgun, þriðjudaginn 10.mars ætlum við að hafa videostund í félagsaðstöðu UMFÁ kl.14 til c.a.15:30 ( Fer eftir því hversu löng myndin verður) 
Stelpurnar mega koma með smá gotterí og drykk. 

Þær óskuðu sérstaklega eftir því að fá að mæta í náttfötum með bangsa og það er leyfilegt en ekki nauðsynlegt :)

Á fimmtudaginn verður náttfata/búningaæfing, stelpurnar mega þá koma í búning eða náttfötum. Vinkonur velkomnar með. 

Kveðja, þjálfarar

Æfingar í vetrarfrí skólans

Heil og sæl öllsömul.

Fyrirkomulag í vetrarfríi grunnskólans í næstu viku verður þannig að hefðbundnar æfingar falla niður hjá öllum flokkum (þ. á m. tækniæfing). Hins vegar verður iðkendum 7. til 5. flokks boðið að koma í íþróttasalinn á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Nánar tiltekið verður frjáls tími fyrir iðkendur í 7. og 6. flokki (drengi og stúlkur) frá kl. 13 til 14 og fyrir iðkendur í 5. aldursflokki (drengi og stúlkur) frá kl. 14 til 15. Umsjónarmaður með þessu verður Guðbjörn Harðarson.

Kv.þjálfara

TM mót Hk og Víkings

Sæl öllsömul.

Hér kemur liðskipan fyrir mótið á sunnudaginn.

Álftanes 1. 
Sara Sif
Védís
Emilía Ósk
Þórdís Una
Fanney

Álftanes 2.
Arney
Hildur Karen 
Hrafnildur
Salka Lind
Ragnhildur
Regína

'Alftanes 3.
Inga María
Ester Helga
Brynhildur Nadía
Áslaug Elísabet
Arndís Klara
Emilía Guðrún
Heiða Bríet
Íris Eva. 

Lið 1 og lið 2 mæta 8:40 
Lið 3 mætir 11:20 

Mótið er í Kórnum í Kópavogi. Ef þið eru ekki viss hvar það er þá er hægt að finna það á ja.is Leitið að Íþróttahöllinn Kórinn

Allar stelpurnar þurfa mæsta tilbúnar til leiks. Muna að láta mig vita ef ykkur vantar keppnistreyju.
Annars eru það íþróttabuxur eða leggings og stuttbuxur, legghlífar, íþróttasokkar, keppnistreyja, gervigrasskó/takkaskó eða strigaskór. Hver og ein mætir með sinn vatnsbrúsa. Keppnisgjaldið er 2500kr og greiðist á staðnum. 

Ég sendi ykkur leikjaplanið þegar ég fæ þetta staðfesta eintak :)

Kveðja, Helga og ÍrenaBREYTTUR KEPPNISDAGUR

Heil og sæl. 

Þar sem aðsókn á TM mótið er meiri en skipuleggjendur gerðu ráð fyrir hafa þeir ákveðið að færa 7.fl. mótið yfir á sunnudaginn 1.febrúar. 

Mótið verður tvískipt, fyrra hollið spilar frá kl.9 til 11:20 og seinna hollið frá kl.11:25 til 13:45
Hver iðkandi verður því c.a. tvo og hálfan tíma.

Hver leikur verður 1*12 mínútur og 6 leikmenn inná. 

Mér þykir þetta afar leitt en vona að það komast allar samt sem áður.  Endilega staðfestið aftur mætingu með því að skrifa athugasemd við þessa færslu.

Fyrir utan hefðbundna fótboltaleiki er myndakeppni hluti af mótinu. Við ráðum auðvitað hvort við viljum taka þátt í henni.

1. Hvert lið má senda eina mynd
2. Myndina á að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
3. Skilafrestur er 26.janúar
4.myndirnar birtast á vef TM og á facebooksíðu TM
5. Við val á bestu myndinni er farið eftir því hversu mikið hefur verið lagt í útfærslu, frumleika myndarinnar og einni skipta "like" á facebook máli en eru ekki algild. 
6.Tilkynnt verður um verðlaunamyndina föstudaginn 30.janáur á facebooksíðu TM og verðlaunin veitt á mótinu í Kórnum.

Verðlaunin eru út að borða og í bíó fyrir alla liðsmenn og þjálfara.

Mig langar að biðja ykkur og stúlkurnar um að leggja höfuðið í bleyti og sjá hvort að ykkur detti ekki eitthvað skemmtilegt í hug. Við getum tekið myndina á mánudaginn :) Ef þið viljið ekki láta ykkar stúlku taka þátt, sendið mér þá línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Kveðja, þjálfarar.