Skemmtistund og síðasta æfingin

Heil og sæl öllsömul.

Á morgun er síðasta æfingin fyrir jólafrí.
Ég ætla að reyna að sameina skemmtistundina og frjálsu æfinguna sem var fyrirhuguð svo stelpurnar þurfi nú ekki að bíða lengi eftir því að sýna skemmtiatriðin sem þær hafa æft :)

Við ætlum að hafa skemmti"kvöldið" á morgun kl.15 og endum það svo á smá frjálsum tíma í salnum :) Þessu verður lokið 16.
Stelpurnar þurfa ekki að mæta með íþróttaföt en mega eins og fyrr sagði koma með smákökur og drykk.

Æfingar hefjast að nýju mánudaginn 5.janúar.

Vona að þið hafið það öll sem best í fríinu.

Kveðja, Helga