Dominosmót Stjörnunar

Heil og sæl.

Fyrsta mót tímabilsins verður laugardaginn 19.okt. Mótið verður á Stjörnuvellinum og hefst kl.10 og á að verða búið kl.14 Mæting kl.9:40 

Stelpurnar þurfa að koma tilbúnar að öllu leyti, látið mig vita ef ykkur vantar keppnistreyju. Nóg að skrá það í athugasemd við færsluna.

Gott að hafa vatnsbrúsa og hlýjan fatnað ef það verður kalt úti.

Mótsgjaldið er 1500kr og greiðist á staðnum.

Við erum með tvö lið og því þarf ég að minnsta kosti 10-12 þátttakendur. 

Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að skrifa athugasemd við þessa færslu :)

Kveðja, Helga

 

UPPFÆRT:19:40

Mæting 10:40. Mótið hefst 11:00. Ég sendi sms á alla foreldra sem hafa skráð stelpurnar sínar :) 

Ég er komin með hrikalega ælupest og ekki víst að ég verði orðin hress í fyrramálið. Adam pabbi Evu Maríu, Lára mamma Heru og Bjössi þjálfari ætla að sjá um þetta fyrir mig.

 

Kveðja, Helga