Fyrsta æfing vetrarins.

Æfingar hjá 8.flokki barna hófust síðasta þriðjudag (16.sept.) og var góð mæting. Í næstu viku er annar prufutími en eftir hann er ætlast til að það sé búið að skrá iðkendur í Nórakerfið. Ég vil biðja iðkendur að bíða fram á gangi í upphafi æfingar og ég mun sækja þau þangað og við göngum saman inn í sal. Einnig vil ég að börnin séu sótt á sama stað í lok æfingar, það skapar óöryggi hjá litlu krílunum ef það eru margar útgönguleiðir og þau vita ekki hvert á að fara. Ég mun senda blað með nánari upplýsingum eftir næstu æfingu. Hlakka til samstarfsins í vetur,
Íris