Mátunardagur og aðalfundur

Mátunardagur fyrir Hummel-fatnað UMFÁ

Þriðjudaginn 16.apríl verður mátunardagur fyrir Hummel-fatnað hjá UMFÁ. Mátunin fer fram á neðri gangi íþróttamiðstöðvarinnar frá kl. 17:00 til 19:00. Greiða skal fyrir fatnaðinn við pöntun.  Við hvetjum alla sem eiga eftir að kaupa Álftanes-búninginn til að nota tækifærið og ganga frá því á þriðjudaginn.

 

Aðalfundur UMFÁ

Aðalfundur UMFÁ 2013 verður haldinn í hátíðasal íþróttamiðstöðvar Álftaness fimmtudaginn 18.apríl kl. 20:00. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja, stjórn UMFÁ