Fjölnir - Álftanes, endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Örstutt endurgjöf frá leiknum á föstudag. 

Kaflaskiptur leikur þar sem við vorum nánast áhorfendur í fyrri hálfleik og lékum afleitlega. Getum prísað okkur sæl með að hafa aðeins fengið á okkur eitt mark, en mark Fjölnis kom snemma leiks. Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum og við betra liðið á vellinum, einkum framan af. Skilaði það okkur frábæru jöfnunarmarki þegar tíu mínútur lifðu eftir af leiknum (Elsa), en á þeim tímapunkti höfðum við fengið tvö frábær marktækifæri. Fleiri urðu mörkin ekki og þar við sat. 

Heilt yfir er ég bæði ánægður og vonsvikinn með frammistöðuna. Í fyrri hálfleik lékum við annað kerfi en vanalega og það gekk hreinlega ekki. Þetta kerfi hefur þó gengið hjá okkur áður, oft og tíðum mjög vel. Hvers vegna ekki í þetta skiptið hef ég ekki einhlítar skýringar á. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur og sýnir með ágætum að knattspyrna er liðsíþrótt og taktískur leikur. Upp úr stendur að við snérum við blaðinu, bættum leik okkar í síðari hálfleik svo um munaði og náðum á endanum að verja stigið. 

Birgir Jónasson þjálfari.  

Kappleikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, föstudag (allar tiltækar stúlkur):

Aníta, Aþena, Berglind Birta, Elín, Elsa, Erla, Eydís Líf, Hanna Bryndís, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, María Rún, Oddný, Saga, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl 17:45 en leikar hefjast kl. 19:15. Leikið verður á Extra-vellinum.

Birgir Jónasson þjálfari.

Næsta vika, breyting

Sælar, stúlkur. 

Sú breyting verður gerð á æfingaáætlun næstu viku að við munum einnig æfa á miðvikudag frá kl. 18 (auk mánudags og fimmtudags). 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Æfing á morgun, þriðjudag

Sælar, stúlkur. 

Æfum á morgun, þriðjudag, frá kl. 18. 

Birgir Jónasson þjálfari.