Dagskrá fyrir júlí

Sælar, stúlkur.

Birti hér dagskrá fyrir júlí.

2. júlí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur).
3. júlí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
5. júlí, miðvikudagur, kl. 18-19:15, æfing (gervigras).
6. júlí, fimmtudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Gróttu (Vivaldivöllurinn).

10. júlí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
13. júlí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).

17. júlí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
20. júlí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).

23. júlí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur).
24. júlí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
25. júlí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
27. júlí, fimmtudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur).
28. júlí, föstudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Fjölni (Extra völlurinn).

30. júlí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur).
31. júlí, mánudagur, kl. 18-19-30, æfing (grasvöllur).

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfing fellur niður á morgun, föstudag

Sælar, stúlkur. 

Æfing fellur niður á morgun, föstudag. 

Þess í stað æfum við á sunnudag, frá kl. 17. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Álftanes - Augnablik, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur.

Örstutt endurgjöf vegna leiksins við Augnablik.

Hörkuleikur og að miklu að keppa eins og við ræddum um. Lékum tvö leikkerfi en sömu taktík. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera undir og taktíkin gekk ekki nægjanlega vel varnarlega (of lítil pressa á leikmann með knött) en í hinum síðari vorum við mun betra liðið. Náðum þá að þétta raðirnar og í raun átti Augnablik aldrei möguleika að skora í síðari hálfleik, að mínu mati, eftir að hafa valdið okkur nokkrum vandræðum í hinum fyrri. Mörk okkar voru mjög góð og komu eftir samvinnu tveggja manna með einföldum hætti (Erla og Oddný).

Ég er ánægður með vinnuframlagið og viljann hjá okkur. Á köflum náðum við góðum spilaköflum en þess á milli einkenndist leikurinn af stöðubaráttu. Heilt yfir mjög góð frammistaða sem við getum við verið stolt af.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti gegn Augnablik, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, mánudag:

Aníta, Aþena, Elín, Elsa, Erla, Eydís Líf, Hanna Bryndís, Ída María, Katrín Hanna, Margrét Eva, Oddný, Ragna, Saga, Selma, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl 17:45 en leikar hefjast kl. 19:15. Leikið verður á grasvellinum.

Birgir Jónasson þjálfari.