Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, þriðjudag:

Aníta, Aþena, Elín, Elsa, Erla, Erna, Eydís Líf, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, Oddný, Ragna, Saga, Selma, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl 17:45 en leikar hefjast kl. 19:15.

Birgir Jónasson þjálfari.

Augnablik - Álftanes, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur. 

Stutt endurgjöf vegna leiksins á föstudag. 

Heilt yfir er mjög ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir afleita byrjun bæði í fyrri og síðari hálfleik. Sýndum frábæran karakter liðs og vilja til þess að vinna leikinn og sækja þrjú stig. Að mínu mati breytti annað mark okkar miklu en um frábært mark var að ræða, ein sending inn fyrir, leikið á markvörð og mark. Finnst eins og það hafi sýnt okkur hvað þetta er „einfalt“. 

Það var fjölbreytni í mörkum okkar (Oddný 3 og Erna 1) og mark eins og í því þriðja hefur verið sjaldséð hjá okkur, þ.e. þar sem markvörður var pressaður. Sýndi viljann. Annars voru mörk okkar öll sömul frábær, hvert á sinn hátt. 

Frábært að sjá stúlkur koma inn á með mikinn vilja og þarna kom í ljós í hið klassíska, það kemur maður í manns stað. Maður sér ekki oft svona viðsnúning í leikjum og oft höfum við misst svona leiki niður í jafntefli eða tap, t.d. síðasta sumar. Viðsnúningurinn var svo merkilegur að meira að segja Fótbolti.net fjallaði um hann í frétt sinni en fram til þessa hafa þeir verið sparir á umfjöllun um leiki okkar, sjá: http://fotbolti.net/news/02-06-2017/2-deild-kvenna-otruleg-endurkoma-alftanes.    

Byggjum á þessu og höldum áfram að bæta leik okkar. Stíf dagskrá framundan og við þurfum vera dugleg að æfa og reyna bæta leik okkar enn frekar.

Loks vil ég taka fram að grasvöllurinn verður ekki tilbúinn til keppni á þriðjudaginn kemur. Af þeim ástæðum munum við æfa á gervigrasinu í dag og á morgun þar sem næsti leikur fer fram þar.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti

Sælar, stúlkur. 

Boða hér sömu stúlkur og síðast, auk Elínar (19 leikmenn, einhver ein stúlka verður ekki á skýrslu á morgun). Hvet þó allar stúlkur til þess að mæta og vera hluti af liðinu. 

Mæting kl. 17:45 í Fagralund í Kópavogi. Leikar hefjast kl. 19:15. 

Birgir Jónasson þjálfari.  

Dagskrá fyrir júní

Sælar, stúlkur.

Birti hér dagskrá fyrir júní. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort eða hvenær grasvöllurinn verður tilbúinn til keppni. Af þeim sökum er æfingastaður hafður opinn:

1. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:15, æfing (gervigras).
2. júní, föstudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Augnabliki (Fagrilundur).

4. júní, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
5. júní, mánudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur/gervigras).
6. júní, þriðjudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Fjölni (Bessastaðavöllur).
7. júní, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
9. júní, föstudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).

11. júní, sunnudagur, kl. 14, leikur í Íslandsmóti gegn Einherja (Bessastaðavöllur).
12. júní, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
13. júní, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
15. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).

18. júní, sunnudagur, kl. 17-18:15, æfing (grasvöllur/gervigras).
19. júní, mánudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Augnabliki (Bessastaðavöllur).
20. júní, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
22. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).

26. júní, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
27. júní, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
29. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
30. júní, föstudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur/gervigras).

Birgir Jónasson þjálfari.