Breyting á tilhögun dagskrár

Sælar, stúlkur!

Sú breyting hefur verið gerð á áður birtri dagskrá næstu viku að æfingaleikur við 2. flokk Stjörnunnar er nú ráðgerður kl. 20:30 á þriðjudag í stað kl. 18. Þá verður ekki leikið á æfingavellinum heldur Samsung-vellinum. Vonandi kemur þetta að sök en ef svo er eru stúlkur hvattar til þess að reyna gera ráðstafanir.

Hygg ég nota umræddan leik til þess að hreyfa eilítið í einstökum leikstöðum o.fl. Stúlkur þurfa að vera mættar ca hálfri klukkustund fyrir leik, fullbúnar til leiks.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Næsta vika, 4.-10. maí

Sælar, stúlkur!

Dagskrá næstu viku er eftirfarandi:

Mánudagur, kl. 19:15, fundur í Stjörnuheimilinu vegna fyrirhugaðrar æfingaferðar 15.-17. maí nk. og æfing frá kl. 20 (Búrið og litli völlurinn).
Þriðjudagur, kl. 18, æfingaleikur við 2. flokk Stjörnunnar (leikið á æfingavelli Stjörnunnar).
Fimmtudagur, kl. 19-20:30, sameiginleg æfing með 2. flokki Stjörnunnar (litli völlurinn).
Föstudagur, kl. 18:30, æfing (Búrið og litli völlurinn).
Sunnudagur, kl. 14, leikur í Borgunarbikar KSÍ gegn Hvíta riddaranum (Samsung-völlurinn)

Athygli er svo vakin á því að fyrirhugaður (og frestaður) leikur við Víking Ólafsvík í Faxaflóamóti mun ekki fara fram þar sem Víkingur er tæpur með að ná í lið og stutt orðið í fyrsta leik í móti.

Loks er athygli vakin á því að drengirnir í Álftanesi munu hefja leiktímabil á morgun, sunnudag, þar sem þeim munu etja kappi við lið KFS í Borgunarbikar KSÍ. Mun leikurinn hefjast kl. 14 og fara fram á Hertz-vellinum (ÍR velli). Hvet stúlkur til þess að berja drengina augum og hvetja þá til dáða.

Birgir Jónasson þjálfari.

Niðurstaða hlutkestis

Sælar, stúlkur!

Knattspyrnusambandið varpaði nú í morgun hlutkesti um það hvort Álftanes eða Haukar færu áfram í undanúrslit Lengjubikars en liðin voru jöfn að stigum og með jafna markatölu, með bestan árangur í 2. sæti. Til að gera langa sögu stutta unnu Haukar hlutkestið og munu leika til undanúrslita.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Dagskrá vikunnar, 28. apríl til 3. maí

Sælar, stúlkur!

Dagskrá vikunnar (það sem eftir lifir af henni) er eftirfarandi:

Þriðjudagur, kl. 19:30, æfing (litli völlurinn). 
Fimmtudagur, kl. 19-20:30, sameiginleg æfing með 2. flokki Stjörnunnar (litli völlurinn).
Föstudagur, kl. 18:30, æfing (Búrið og litli völlurinn).

Þá er athygli vakin á því að mögulegt er að frestaður leikur við Víking Ólafsvík muni fara fram í vikunni, þá á fimmtudag eða föstudag. Mun það vonandi skýrast í dag. Loks er mögulegt að æfingatími á föstudag verði með breyttu sniði þar hann ber upp á frídag.  

Birgir Jónasson þjálfari.