Dagskrá næstu viku

Sælar, stúlkur!

Dagskrá næstu er eftirfarandi:

Mánudagur, kl. 20-21:30, æfing (Búrið). 
Þriðjudagur, kl. 20, leikur í Lengjubikar gegn Fram. Leikið á Framvelli.
Fimmtudagur, kl. 19-20:30, sameiginleg æfing með 2. flokki Stjörnunnar (litli völlurinn).
Föstudagur, kl. 20:30, leikur í Lengjubikar gegn Keflavík. Leikið á Samsung-vellinum.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Lengjubikar á laugardag

Sælar, stúlkur!

Leikið verður í Lengjubikar KSÍ á morgun, laugardag, þegar att verður kappi við HK/Víking. Leikið verður í Kórnum (væntanlega inni) og hefjast leikar kl. 12:30.

Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað um kl. 11:15. Sjálfur mun ég koma á svæðið um kl. 11:30. Stúlkur þurfa að hafa allan búnað tiltækan, þ. á m. keppnisskyrtur.

Allar stúlkur, sem skráðar eru í Álftanes og æft hafa að undanförnu, eru boðaðar.

Loks er athygli vakin á því að æfingin í dag, föstudag, er frá kl. 18:30.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leik í Lengjubikar frestað

Sælar, stúlkur!

Búið er að fresta leik í Lengjubikar KSÍ gegn Fram, sem vera átti í kvöld, sökum þess að Fram hefur ekki í lið. Leikur þessi mun annaðhvort fara fram 21. eða 28. apríl nk. 

Næsta æfing því á fimmtudag kl. 19 en um ræðir sameiginlega æfingu með 2. flokki Stjörnunnar.

Vek svo athygli á því að eftirleiðis munum við æfa á mánudögum frá kl. 20 í Búrinu í Garðabæ. Sá æfingatími kemur í stað sunnudagsæfinga.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Lengjubikar á morgun, miðvikudag

Sælar, stúlkur!

Á morgun, miðvikudag, verður leikið í Lengjubikar KSÍ þegar att verður kappi við Fram. Leikið verður á Framvelli í Safamýri og hefjast leikar kl. 18:30. 

Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað um kl. 17:15 og hafa allan búnað tiltækan. Leikið verður í varabúningum að þessu sinni og því þurfa stúlkur ekki að hafa meðferðis keppnisskyrtur eða stuttbuxur.  

Allar stúlkur, sem skráðar eru í Álftanes og æft hafa að undanförnu, eru boðaðar.

Birgir Jónasson þjálfari.