Íslandsmótið í futsal, úrslit og stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Í dag, sunnudag, fór fram síðari umferð í B-riðli Íslandsmótsins í futsal. Úrslit leikja Álftaness urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Afturelding: 1-3 (Erna 1)
Álftanes – Fjölnir: 5-0 (Oddný 3, Erna 2)

Upphaflega var Víkingur Ólafsvík einnig skráður til leiks en liðið mætti ekki til keppni að þessu sinni. Því skráist sá leikur 3-0, Álftanesi í vil.

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness annað sæti riðilsins með 12 stig en efst varð lið Aftureldingar með 18 stig.

Heilt yfir fannst mér frammistaðan mjög góð. Miklar framfarir voru að mínu mati frá því í fyrstu umferð þrátt fyrir að úrslitin séu í svipuðum dúr. Hins vegar gefa úrslit í leik Aftureldingar og Álftaness ekki rétta mynd af gangi leiksins, þar sem í stöðunni 1-0, Álftanesi í vil, varð ákveðinn vendipunktur í síðari hálfleik sem snéri honum en fram að því hafði Álftanes leikinn undir stjórn. Stúlkurnar eru komnast í úrslit, þriðja árið í röð, og þá fá þær tækifæri til þess að gera enn betur.

Birgir Jónasson.

Nýr þjálfari - grunnupplýsingar

Sælar!

Nýr þjálfari flokksins heitir fullu nafni Samir Mesetovic. Samir er með GSM-farsímanúmerið 868-3641 og tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Æfingatafla verður, fyrst um sinn, óbreytt en ráðgert er þó að æfa þrisvar í næstu viku. Nánar um það síðar.

Ég mun svo verða með Samir á æfingunni á þriðjudag og í úrslitakeppninni í futsal. 

Birgir Jónasson.

Íslandsmótið í futsal Innanhússknattspyrnu

Sælar!

Eftirfarandi stúlkur eru hér með boðaðar í síðari umferð Íslandsmótsins í futsal innanhússknattspyrnu sem fram fer að Varmá í Mosfellsbæ á morgun, sunnudag, 14. desember:

Erna B., Guðlaug, Guðleif Edda, Guðrún Halla, Júlíana, Margrét Eva, Oddný S., Perla Sif, Sigrún Auður, Sunna Sigurveig og Þórdís Edda.

Leikar hefjast kl. 11 og þurfa stúlkur að vera mættar á leikstað kl. 10 með allan tiltækan búnað meðferðis.

Leikjaröðun mótsins er eftirfarandi en um ræðir keppni í B-riðli:

Kl. 11. Álftanes – Afturelding.
Kl. 12:30. Álftanes – Víkingur Ó.
Kl. 14. Álftanes – Fjölnir.

Birgir Jónasson

Breyttur æfingatími í dag o.fl.

Sælar!

Vek athygli á að æfingatími í dag, föstudag, er frá kl. 17:30 til 18:30.

Þá er athygli vakin á því að æfing er á morgun, laugardag, frá kl. 10 til 11. Tilefnið er undirbúningur fyrir Íslandsmótið í futsal innahússknattspyrnu en síðari umferð verður leikin á sunnudag. Nánar um það síðar.  

Loks mun nýr þjálfari flokksins koma á æfnguna í dag, sbr. það er ég kynnti ykkur í gær, en ég mun á næstu dögum koma honum inn í starfið. Ráðgert er að hann muni svo taka við í næstu viku.  

Birgir Jónasson.