Íslandsmótið í futsal, úrslit og stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Í dag, sunnudag, var leikið í B-riðli á Íslandsmóti. Úrslit leikja Álftaness urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Afturelding: 2-4 (Oddný 1, Sigrún 1)
Álftanes – Víkingur Ó.: 3-1 (Oddný 2, Erna 1)
Álftanes – Fjölnir: 4-0 (Erna 1, Oddný 1, Perla 1, Sigrún 1).

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness annað sæti riðilsins með sex stig en efst varð lið Aftureldingar með þrjá sigra og níu stig.

Heilt yfir fannst mér frammistaðan góð og stígandi var í spilamennsku liðsins. Miðað við að æfingar hafa aðeins staðið yfir í hálfan mánuð, æfingasókn hefur verið stopul og margar stúlkur eru frá og/eða hafa yfirgefið félagið frá því á síðasta keppnistímabili tel ég að þetta líti mjög vel út og ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn.

Það sem ég er kannski ánægðastur með er að ég sá talsvert miklar framfarir á svo stuttum tíma, t.d. í stuttu samspili, sem er mjög jákvætt.

Birgir Jónasson.

Íslandsmótið í futsal Innanhússknattspyrnu

Sælar!

Eftirfarandi stúlkur eru hér með boðaðar í fyrri umferð Íslandsmóts í futsal innanhússknattspyrnu sem fram fer á Álftanesi á morgun, sunnudag, 23. nóvember: 

Erna B., Guðleif Edda, Herdís Vala, Hulda Soffía, Margrét Eva, Oddný S., Perla Sif, Sigrún Auður, Sunna Sigurveig og Þórdís Edda.

Stúlkur þurfa að vera mættar í íþróttahúsið á Álftanesi eigi síðar en kl. 13:15, því sem næst fullbúnar til leiks.

Leikjaröðun mótsins er eftirfarandi en um ræðir keppni í B-riðli:

Kl. 14. Álftanes – Afturelding.
Kl. 15:30. Álftanes – Víkingur Ó.
Kl. 17. Álftanes – Fjölnir.

Athygli er vakin á því að ég hef dreift til stúlkna yfirlitsblaði sem hefur að geyma nokkur heilræði fyrir mótið og vil af því tilefni biðja þær stúlkur, sem ekki mættu á æfingu í dag eða í gær, að kynna sér efni yfirlitsblaðsins hjá einhverjum þeirra stúlkna sem fengu blaðið í hendur.

Birgir Jónasson.

Æfingin á morgun, föstudag, og æfing á laugardag

Sælar!

Æfingin á morgun, föstudag, er frá kl. 17:30 til 19. 

Þá verður æfing inni í íþróttahúsi á laugardag frá kl. 10 til 11. Að lokinni þeirri æfingu mun ég tilkynna um hópinn sem tekur þátt í Íslandsmótinu í futsal. 

Birgir Jónasson.

Breyttur æfingatími á sunnudag, æfing frá kl. 13:30 til 14:30

Sælar!

Þar sem íþróttahúsið er í notkun frá kl. 15 á sunnudag hefst æfing hálfri klukkustund fyrr en ella, þ.e. kl. 13:30, og ljúka að sama skapi hálfri klukkustund fyrr, þ.e. kl. 14:30.

Verður fyrirkomulag þannig að við munum hafa hálfan salinn til kl. 14 en allan salinn eftir það. Áhersla verður áfram að æfa skipulag og undirbúa okkur fyrir átökin aðra helgi. 

Birgir Jónasson.