Afturelding - Álftanes, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur.

Ætla að koma með örstutta endurgjöf í formi umfjöllunar um leikinn á sunnudag, en vegna anna hef ég ekki átt tök á að fjalla um hann fyrr. Að öðru leyti ætla ég að vísa til þess sem við töluðum um eftir leikinn.

Um mjög furðulegan leik var að ræða þar sem við bæði lékum vel á köflum en duttum að sama skapi niður slakt plan. Á þeim leikköflum sem slakir voru fengum við á okkur klaufaleg mörg, sem er gömul saga og ný. Á þeim leikköflum sem við lékum vel náðum við upp góðu spili og vorum síst lakara liðið á vellinum.

Margar stúlkur fengu að spila, um 20 talsins, sem er nýtt fyrir okkur. Þannig var leikurinn settur upp og ýmsum spurningum var svarað. Heilt yfir er ég sæmilega sáttur með frammistöðuna, þrátt fyrir að mistökin hafi verið of mörg og dýrkeypt.

Ég er bjartsýnn á framhaldið og fullyrði að þetta er á uppleið hjá okkur og við erum að nálgast ófluga önnur lið. Það sem við þurfum fyrst og fremst að hugsa um er að bæta leik okkar á alla mögulega vegu og leita leiða til þess arna.

Höldum áfram að bæta skipulag okkar, bæði sóknar- og varnarlega, verum hugrakkari á síðasta fjórðungi vallar og þá kemur þetta. Þetta er í okkar höndum.

Birgir Jónasson þjálfari. 

Dagskrá vikunnar, 13.-19. mars

Sælar, stúlkur.

Dagskrá vikunnar verður eftirfarandi:

Mánudagur, kl. 18:30-20, æfing (gervigras).
Þriðjudagur, kl. 18-19, æfing (gervigras) og fundur í framhaldi um æfingaáætlun (félagsaðstaðan).
Fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
Sunnudagur, kl. 16-17:30, æfing (gervigras).

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfingaleikur á sunnudag, tilhögun

Sælar, stúlkur. 

Á sunnudag leikum við æfingaleik við Aftureldingu/Fram. Leikið verður í Kórnum og hefjast leikar kl. 17:30. 

Allar  tiltækar stúlkur flokksins sem æft hafa að undanförnu eru boðaðar og er mæting á leikstað kl. 16:30. Verkefnið er fremur hugsað fyrir stúlkur sem minna hafa spilað að undanförnu. Allar tiltækar stúlkur munu þó leika eitthvað. 

Bið stúlkur þær sem eru tæpar og treysta sér ekki til þess að leika að láta mig vita með SMS-skilaboðum, eigi síðan en um hádegi á sunnudag. Bið stúlkur enn fremur að vera skynsamar og hvíla ef þær eru að glíma við meiðsli.  

Birgir Jónasson þjálfari.  

Dagskrá vikunnar, 6.-12. mars

Sælar, stúlkur.

Dagskrá vikunnar verður eftirfarandi (birt með fyrirvara um breytingar og áskilnað um að fjölga um eina æfingu og bæta inn föstudagsæfingu):

Mánudagur, kl. 18:30-20, gervigras.
Þriðjudagur, kl. 18-19:30, gervigras.
Fimmtudagur, kl. 18-19:30, gervigras.
Sunnudagur, kl. 17:30, æfingaleikur við Aftureldingu/Fram (Kórinn).

Birgir Jónasson þjálfari.