ÍR - Álftanes, stutt umfjöllun um leik í Lengjubikar

Sælar, stúlkur.

Nokkur orð um leikinn á föstudagskvöld í Lengjubikarnum gegn ÍR!

Við stigum upp og náðum loks að sýna okkar rétta andlit. Náðum góðu uppspili og sóknarleikur okkar var góður sem skilaði mörgum góðum marktækifærum og mörgum sóknarhornspyrnum. Leiðin að markinu að þessu sinni var í gegnum miðjuna og inn fyrir framarlega varnarlínu ÍR.

Mér fannst varnarlínurnar heilt yfir góðar og það var þéttleiki í þessu hjá okkur, mun meiri en verið hefur. Nokkuð snemma í síðari hálfleik fannst mér við missa smá tök á leiknum og það dró svolítið af okkur. Mér fannst það koma upp aftur síðari hlutann í síðari hálfleik og að mínu mati vorum við mun nær því að sækja sigur en ÍR. Nokkur góður mælikvarði á þetta er hvernig reyndi á markverði liðanna í leiknum. Mun meira reyndi á markvörð ÍR.

Lyktir 2-2, þar sem Oddný gerði bæði mörkin. Ef til vill mætti líta á þetta sem tvö töpuð stig miðað þau marktækifæri sem við fengum. Við þurfum þó að horfa á heildarmyndina, ekki úrslitin einvörðungu. Í fyrsta lagi gerðum við þrjár breytingar á liði okkar frá síðasta leik og vorum án nokkurra leikmanna sem leikið hafa að undanförnu. Við leystum það mjög vel, ekki síst Saga og Marín sem hvorugar hafa leikið fullan kappleik í langan tíma (Marín líklega ekki í tvö ár). Í öðru lagi fannst mér skipulagið heilt yfir vera gott og náðum við oft og tíðum í leiknum að setja góða pressu á leikmann með knöttinn. Af þeim sökum gekk spil ÍR illa og mikið var um misheppnaðar sendingar. Við þurfum hins vegar að halda á fram að þróa leik okkar á þessu sviði og bæta okkur og ná upp enn meiri pressu. Í þriðja lagi fannst mér leikgleiði vera í liðinu og við nutum stundarinnar. Það er mjög jákvætt. 

Loks vil ég vekja athygli ykkar á skemmtilegu myndskeiði sem lýsir með ágætum því sem við erum að gera í varnarleik, þ.e. mynda línur, hafa jafnt bil á milli manna, vera hreyfanleg (sjáið hreyfanleikann), stíga menn út, setja pressu þar við ætlum að verjast og ekki síst að falla þegar engin pressa á leikmann með knött (þá þurfa allir að falla!). Um ræðir algjöra klassík sem ég hef vakið athygli ykkar á áður. Sjá: https://www.youtube.com/watch?v=GTbUKo7fJsk. Hvet ykkur til að skoða myndskeiðið og læra það, því það á enn fullt erindi.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Lengjubikar KSÍ

Sælar, stúlkur. 

Á morgun, föstudag, er fyrsti leikur okkar í Lengjubikar KSÍ þegar att verður kappi við ÍR. Leikar hefjast kl. 21 en leikið verður í Egilshöll. 

Boða hér með stúlkur kl. 19:30 á leikstað. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Leikur í Lengjubikar KSÍ

Sælar, stúlkur. 

Á morgun, föstudag, er fyrsti leikur okkar í Lengjubikar KSÍ þegar att verður kappi við ÍR. Leikar hefjast kl. 21 en leikið verður í Egilshöll. 

Boða hér með stúlkur kl. 19:30 á leikstað. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Æfing fellur niður í dag, sunnudag

Sælar, stúlkur. 

Bessastaðastaðavöllur er snævi þakinn og því ekki hæfur til æfinga í dag. Æfing fellur niður af þeim sökum.  

Birgir Jónasson þjálfari.