Dagskrá vikunnar, 10.-12. apríl

Sælar, stúlkur. 

Dagskrá vikunnar verður eftirfarandi: 

Mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
Þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).

Hugmyndin er svo að vera með mátunardag á mánudag eða þriðjudag, þ.e. mátun nýrra keppnisbúninga, upphitunargalla og æfingagalla. Ef þetta næst ekki, þá strax eftir páska. 

Mun svo íhuga að bæta við æfingu á miðvikudag. Þurfum að ræða það. Hugmyndin er að hvíla um páska og æfa á ný þriðjudaginn eftir páska. Þurfum einnig að ræða það. Margt að ræða!  

Birgir Jónasson þjálfari.