Álftanes - Völsungur, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Ætla að vera með stutta endurgjöf um leikinn í gær. Við fórum reyndar ágætlega yfir þetta að leik loknum, en eftir að hafa farið yfir í leikinn í huganum síðan þá finnst mér mín fyrsta greining eiginlega vera það sem helst var að, þ.e. við töpuðum leiknum í stöðunni maður gegn manni, bæði varnar- og sóknarlega og við réðum illa við nokkra leikmenn Völsungs. Endurspegla mörk Völsungs það, þ.e. tvö þeirra komu eftir einstaklingsframtak leikmanna þar sem við litum ekki vel út.

Heilt yfir var ágætisflæði á knettinum hjá okkur og það voru fullt af möguleikum sem við náðum ekki að nýta. Mér fannst vanta meiri vinnusemi í okkur (grimmd í vinna svonefndan annan bolta) og það var of lítil hreyfing á liðinu þrátt fyrir að næðum oft og tíðum upp ágætri pressu á mótherjann. Af þeim sökum hafði leikmaður með knöttinn e.t.v. ekki marga kosti og stundum var eins og um slæma ákvarðanatöku væri að ræða. Það sem ég vil segja um það stúlkur er að reynsla ætti að vera einn af okkar meginstyrkleikum, leikmenn þekkja hver annan vel og við eigum einfaldlega að gera betur í leik sem þessum (a.m.k. alls ekki að tapa svo jöfnum leik 0-3).

Við getum ekki annað gert en að halda áfram, láta ekki deigan síga og reyna bæta leik okkar.

Birgir Jónasson þjálfari.