Álftanes - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur. 

Ætla fjalla örstutt um leik okkar í gær.

Náðum að sýna ýmsar sparihliðar og hluti af fyrri hálfleik var hreint frábærlega leikinn og einn sá besti sem við höfum leikið í sumar. Héldum knetti vel innan liðs, leystum vel úr pressu (með samleik), vorum þolinmóðar og höfðum stöðulega yfirburði á flestum sviðum. Vorum kannski ekki að skapa okkur mörg afgerandi marktækifæri, þrátt fyrir að skora tvö mörk í hálfleiknum.  

Síðari hálfleikur var ekki eins vel leikinn, en segja má að mark úr vítaspyrnu mjög snemma hálfleiks leyfði okkur að slaka á klónni. Síðari hálfleikur einkenndist mikið af því að liðin skiptust á að sækja og mikið þóf var inni á miðjunni. Vorum ekki eins þolinmóð í síðari hálfleik. 

Heilt yfir er ég mjög ánægður frammistöðuna. Gott flæði var á knetti og við höfðum spilalega yfirburði inni á vellinum. Mér fannst hugarfar leikmanna gott og við nálguðust þetta verkefni af fagmennsku, öll sem eitt.  

Birgir Jónasson þjálfari.