Álftanes - Grótta, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur. 

Stutt endurgjöf vegna leiksins á þriðjudag. Hörkuleikur þar sem við náðum snemma leiks að sýna okkar bestu hliðar. Skilaði það tveimur frábærum mörkum. Misstum svolítið dampinn þegar leið á leikinn og í síðari hálfleik áttum við undir högg að sækja. Vorum þó mjög hættuleg fram á við og sköpuðum okkur urmul marktækifæra. Skilaði það einu marki til viðbótar. Grótta náði að skora eitt mark en í raun var sigur okkar aldrei í hættu. 

Heilt yfir er ég mjög ánægður með frammistöðu okkar og við erum smám saman að ná jafnvægi í leik okkar. Mér finnst að undanförnu við hafa náð að halda knetti vel innan liðs, a.m.k. kafla í leikjum, og ég sé framfærir í leik okkar sem fram kemur í auknu jafnvægi og ýmsum litlum atriðum, s.s. hvernig markaskortun dreifist og engir leikmenn skera sig úr. Mér finnst þetta eðlilegt því við æfum mikið hringinn og að halda knetti innan liðs og að hreyfa okkur eftir ákveðnum leiðum, bæði í sókn og vörn, og við æfum sem lið. Slíkt skilar sér en tekur að sjálfsögðu tíma. Þurfum að halda áfram að reyna að lengja spilakafla þar sem við höldum knetti vel innan liðs og hugsa fyrst og fremst inn á við og um að bæta okkur.   

Birgir Jónasson þjálfari.