Leikir fyrir austan, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur. 

Ætla að vera mjög stutt- en gagnorður um kappleiki helgarinnar. 

Frábært ferðalag, en erfitt. Sýndum ekki endilega okkar bestu hliðar í kappleikjunum tveimur, spilalega, enda slíkt nær ómögulegt við þessar aðstæður, þ.e. að ferðast um í rútu í langan tíma, sofa á gólfi á vindsængum og leika tvo leiki á tveimur dögum, þar sem hvíld var um 20 klukkustundir milli leikja.

Umfram allt, við gerðum það sem til þurfti og aðeins meira en mótherjar okkar og það sem skóp það var skipulag, agi, fórnfýsni, dugnaður, vilji, tiltrú og liðssamvinna.  

Er heilt yfir afar ánægður með frammistöðuna. 

Þurfum svo að hittast eftir æfingu á morgun, þriðjudag, til þess að skipuleggja ferðina norður. Færið það til bókar. 

Birgir Jónasson þjálfari.