Stutt endurgjöf og næstu skref

Sælar, stúlkur. 

Ætla að hafa fá orð um leik okkar í gær, um hann höfum við rætt. Því miður tókst okkur ekki að sýna okkar allra bestu hliðar, ef undan eru skildar fyrstu 25 mínútur leiksins, þar sem við vorum mun betra liðið. Að mínu mati kom berlega í ljós í þessum leik hvað knattspyrna getur verið grimm, eina mínútuna hefur þú undirtökin, hina næstu ertu undir.

Vil hvetja stúlkur til að staldra ekki og lengi við þetta, læra af þessu og horfa fram á veginn. Skynsamur í þróttamaður gerir eins og góður skákmaður, hugsar um næstu leiki fram í tímann. Heilt yfir höfum við staðið okkur vel í sumar, lagt okkur fram og það er það sem stendur upp úr og skiptir máli.   

Næstu skref eru þau að við munum æfa tvisvar sinnum í þessari viku, þ.e. á morgun, mánudag, og fimmtudag, báða daga frá kl. 18. Hið sama verður væntanlega uppi á teningnum í næstu viku, en ráðgert er að keppnistímabili muni ljúka fimmtudaginn 14. sept. Allt er þetta þó sett fram með fyrirvara um breytingar. 

Birgir Jónasson þjálfari.