FRÉTTIR
Lokahóf mfl. karla í körfuknattleik
Lokahóf meistaraflokks karla var haldið í gær í veislusalnum í íþróttamiðstöðinni við Álftanes. Hófið heppnaðist einstaklega vel og var vel sótt, en þegar mest var voru um 60 manns í salnum.
Allur mfl. karla mætti í hófið og voru erlendir leikmenn liðsins kvaddir, en þeir eru flestir að fara af landi brott á næstu dögum. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður deildarinnar, hélt ræðu þar sem hann fór yfir glæsilegan árangur liðsins síðustu ára og sagði að svona árangur næðist ekki nema með gríðarlegri vinnu frá stjórn og sjálfboðaliðum og þakkaði sérstaklega fyrir stuðninginn frá Álftnesingum sem hefðu stutt vel við bakið á liðinu.
Huginn veitti einnig tvær viðurkenningar.
Dino Stipcic fékk viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 meistaraflokks leiki fyrir Álftanes og er hann fyrsti leikmaður Álftanes sem nær þeim merka áfanga.
Hörður Axel Vilhjálmsson fékk síðan viðurkenningu fyrir framlag sitt til deildarinnar, en Hörður spilaði sínn síðasta körfuboltaleik á móti Tindastóli í undanúrslitum. Hörður þakkaði sérstaklega fyrir sig og sagðist þakklátur að hafa endað feril sinn í jafn frábæru félagi og Álftanes væri, þar sem allir styðja við bakið á liðinu á jákvæðan hátt.
Hamingjuóskir
Félagið vill óska Dino til hamingju með áfangann og vonar að hann bæti leikjamet sitt fyrir félagið á næstu árum og svo Herði Axel fyrir hans framlag til deildarinnar og að eiga stóran þátt í framgangi deildarinnar síðustu tvö ár.
Áfram Álftanes.
Birt: /05/10/2025
kl:12:31
Fleiri fréttir
Birt: /05/10/2025
Lokahóf yngri flokka kkd.
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar verður haldið þriðjudaginn 27. maí.
Birt: /05/09/2025
Ný heimasíða UMFÁ Álftaness
Félagið er afar stolt af því að vera komið með glæsilega og notendavæna heimasíðu.
Birt: /05/10/2025
Lokahóf mfl. karla í körfuknattleik
Lokahóf meistaraflokks karla var haldið í gær í veislusalnum í íþróttamiðstöðinni við Álftanes.
Birt: /05/10/2025
Lokahóf mfl. karla í körfuknattleik
Lokahóf meistaraflokks karla var haldið í gær í veislusalnum í íþróttamiðstöðinni við Álftanes.