7. fl kvk Norðurálsmót
Helgina 20. – 22. júní fór 7. flokkur stúlkna í fótbolta á Norðurálsmótið á Akranesi. Stelpurnar gistu flestar saman í skólastofu og var um að ræða fyrsta gistimótið hjá meirihluta hópsins. Stelpurnar stóðu sig virkilega vel og voru þær ásamt foreldrum flokksins félaginu til mikils sóma. Á mótinu eru ekki skráð úrslit leikja en stelpurnar skiluðu flottum frammistöðum og sýndu mikla liðsheild og gleði bæði innan og utan vallar. Næsta mót flokksins er Símamótið 10. – 13. júlí og er hópnum strax farið að hlakka til þess. Vel gert stelpur!