TILKYNNING
Æfingatafla körfuknattleiksdeildar veturinn 2025-2026
Að vanda höfum við orð formannsins okkar og hið mikilvæga hlutverk íþrótta, að leiðarljósi, þar sem skemmmtun, samstarf og samvinna okkar allra skiptir höfuðmáli.
Tilskilin fjölda iðkenda þarf auðvitað líka til að halda úti flokki svo við hvetjum alla krakka til að vera dugleg að prófa æfingarnar frítt fyrstu 2 vikurnar.
Þeir sem hafa svo áhuga á æfa í allan vetur þurfa svo að skrá sig á Sportabler fyrir miðjan september og verður hægt að skrá iðkendur í sportabler í byrjun næstu viku.
Ívar Ásgrímsson, frkv.stjóri UMFÁ kemur með sína 40+ ára reynslu sem bæði leikmaður og þjálfari, og tekur við 9.-12. flokki drengja. Skarphéðinn Ingason verður honum til aðstoðar þar sem mikið verður að gera hjá þessum 3 flokkum, sem spila einnig sem ÁLFTANES U í 2. deildinni í vetur.
Sú nýjung mun einnig verða í vetur að Leikskólahópur, 4-5 ára, verður í boði á laugardagsmorgnum frá kl 9-10.
Þjálfarar verða Ragnar og Skarphéðinn og munu æfingar haldast í hendur við tímasetningar Íþróttaskólans og er reiknað með að fyrsta æfing hjá þessum hópi verði um miðjan mánuðinn.
Meistaraflokkurinn okkar lítur vel út fyrir komandi tímabil og vonandi sjáum við ykkur sem flest að hvetja í stúkunni í vetur og sem flesta iðkendur á gólfinu að æfa okkar frábæru íþrótt.
Áfram Álftanes!