Golfnámskeið fyrir 6 - 12 ára

sam-27Seinna sumarnámskeiðið fyrir börn, 6 - 12 ára, hefst á mánudaginn á Álftanesinu. Búið er að ná lámarksþátttöku þannig að námskeiðið verður haldið á Álftanesi. Ekki er þó fullbókað á námskeiðið og því enn nægur tími til að skrá sig.


 

  

 

 

Golfklúbbur Álftaness býður upp á námskeið í samstarfi við Goflklúbbinn Keili. Hvert námskeið stendur í tvær vikur. Námskeiðinu lýkur með golfmóti og glæsilegri grillveislu á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Krakkarnir fá viðurkenningarskjöl að námskeiði loknu.

Aldur:

6-12 ára

Dagsetningar:

10. - 21. júní - kennt er dagana: 10.-13. júní og 18.-21. júní
24. júní - 4. júlí - kennt er dagana 24.-27. júní og 1.-4. júlí

Tími:

Kennt er kl. 9-11.45.

Dagskrá:

Á námskeiðunum verður farið yfir alla helstu þætti golfleiksins. Einnig verður farið yfir helstu reglur og golfsiði.

Í upphafi dags er nemendunum skipt í fjóra hópa (fer eftir þátttöku) og hefur hver hópur sína kennara. Umsjónarmenn námskeiðsins taka á móti hópnum. Allir fara á þrjá staði yfir daginn og kynnast þannig öllum leiðbeinendum námskeiðisins.

Komið klædd eftir verði og með aukafatnað. Einnig er gott að hafa með sér hollt nesti og drykk.

Staður:

Golfvölllur Álftaness við Haukshús ef lágmarksfjöldi næst. Ef ekki, er í boði að sækja námskeiðin á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði en ekki er boðið upp á ferðir á milli.

Verð:

18.000 kr.

Skráning:

Skráning hefst 1. júní á slóðinni https://keilir.felog.is

Upplýsingar:

Jóhann Hjaltason, golfkennari hjá Keili
sími: 897 4198

Ingólfur Th. Bachman, formaður æskulýðs- og fræðslunefndar Golfklúbbs Álftaness
sími: 840 1618