Actavismót fyrir 1.-4. bekk helgina 11.-12.janúar

Komið sæl.

Okkur stendur til boða að taka þátt í Actavismóti Hauka í Hafnarfirði helgina 11. og 12. janúar.
Krakkarnir okkar keppa bara annan daginn og er það nokkuð örugglega laugardaginn 11.jan.

Leikið er með fjóra leikmenn inná í einu í 2 x 12 mín.
Þátttökugjald er 2500 krónur og ekki talin stig heldur bara æfingamót eins og jólamót ÍR um daginn.

Vinsamlegast skrifið í athugasemd hér að neðan ef barnið ykkar tekur þátt svo við vitum hvað við höfum marga iðkendur.

Með kveðju,
Þjálfarar.