Jólamótið - dagskrá.

Núna er komin dagskrá fyrir jólamótið í körfubolta á laugardaginn.
1. og 3. bekkur spila saman í öðru liðinu og er það skipað:
Aron, Ævar og Vaka úr 3.bekk og Elvar og Ársæll í 1.bekk.

Mótið fer fram í Seljaskóla í Breiðholti núna á laugardaginn 30. nóv.

Liðið spilar þrjá leiki og byrjar sá fyrsti kl: 11.05 og ætlum við því að mæta þangað kl: 10.40.
Síðasti leikurinn byrjar svo kl: 13.10 og er búinn kl: 13.35.
_______________________________________________________________________
3. og 4. bekkur spila saman í hinu liðinu og er það skipað:
Andrés, Bjarni og Ísar úr 4.bekk og Baldur, Kristján og Valur úr 3. bekk.

Mótið fer fram í Seljaskóla í Breiðholti núna á laugardaginn 30. nóv.

Liðið spilar þrjá leiki og byrjar sá fyrsti kl: 17.20 og ætlum við því að mæta þangað kl: 16.55.
Síðasti leikurinn byrjar svo kl: 19.50 og er búinn kl: 20.15.
Ég fékk skilaboð með að því miður sé þetta svona langt fram á kvöld vegna metþátttöku.
Það er verið að skoða það að stytta mótið á laugardaginn og þá læt ég ykkur vita.

Við þjálfararnir komum með búninga en börnin þurfa að hafa með sér hollt nesti milli leikja.

Allar nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8631502.
Kveðja,
Þjálfarar.