BREYTING á mótinu um helgina.

Það varð óvænt breyting á mótinu sem átti að fara fram í Rimaskóla í Grafarvogi um helgina.

Fjölnir sem áttu að halda mótið hafa dregið sig úr keppni.

Því leikum við bara tvo leiki við Breiðablik í Smáranum í Kópavogi á morgun.

Fyrri leikurinn byrjar kl: 14.00 á morgun laugardaginn 19. okt.

Það eiga allir að mæta í Smárann ekki seinna en kl: 13.30 með búninginn sem strákarnir fengu á æfingu áðan.

Við spilum svo tvo leiki sem klárast um kl: 16.30 og höldum heim.

Ef einhver hefur ekki far þá getur hann farið út í íþróttahús hér á Álftanesi kl: 13.00 á morgun og fengið far með mér.

 

Hafið endilega samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

 

Kveðja,

Ragnar Arinbjarnar.