Knattspyrnudeild Álftanes og Namo framlengja
samstarfssamning
Knattspyrnudeild Álftanes hefur framlengt samstarfssamning við Namo og mun halda
áfram að spila í búningum frá Jako næstu 3 tímabil.
Mikil ánægja hefur verið með samstarf Namo og Álftanes og því hefur verið ákveðið
að endurnýja samninginn, eins og áður segir til þriggja ára.
Allir flokkar deildarinnar munu því halda áfram að spila í Jako og er það mjög jákvætt
fyrir alla iðkendur og foreldra deildarinnar.
Ungmennafélagið Álftanes hefur verið með samning við Jako en nú hafa verið gerðir
sér samningar fyrir tvær stærstu deildir félagsins og eru því bæði
körfuknattleiksdeildin og knattspyrnudeildin að notast við búninga frá Jako.
Áfram Álftanes!