Search
Close this search box.
logo-umfa
Search
Close this search box.

Soo Bahk Do sjálfsvörn

Soo Bahk Do deildin á Álftanesi fer stækkandi og æfingar eru nú í boði mánudaga og miðvikudaga á haustönn og vorönn samhliða skóladagskrá.

Þessi bardagaíþrótt þykir aðgengileg og getur fólk stundað hana á eigin forsendum, óháð aldri eða líkamlegu formi. Ef æft er af kappi og hugsað um mataræðið á sama tíma kemst kroppurinn fljótt í form. Suður-kóreska bardagaíþróttin Soo Bahk Do er klassísk sjálfsvarnaríþrótt og er svipuð og taekwondo sem hefur átt miklum vinsældum að fagna hér á landi.

Cesar Agusto Rodriguez Luna er þjálfari hjá Soo Bahk Do deild á Álftanesi og hefur hann ýmsar skýringar á vinsældum íþróttarinnar. „Soo Bahk Do þykir mjög góður valkostur fyrir þá sem vilja læra sjálfsvörn. Byggir íþróttin á mikilli hreyfingu og rík áhersla er lögð á sögu og heimspeki samhliða æfingum. Um leið er hægt að æfa Soo Bahk Do án þess að þurfa að þola eitt einasta högg eða spark og leggja í staðinn áherslu á það listform sem felst í íþróttinni og þann aga, einbeitingu og slökun sem Soo Bahk Do kennir fólki.“

Share Article on:

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top