Þá er stórskemmtilegu tímabili hjá 5.fl kvenna lokið í ár. Það hafa verið alger forréttindi að fá að þjálfa þær þetta árið. Ótrúlega skemmtilegur hópur sem hugsar vel um hvor aðra. Alltaf síbrosandi eða hlægjandi og yfirleitt er það af einhverju asnalegu.
Það myndaðist rosalega sterk og góð liðsheild innan hópsin og myndi ég segja að þessi sterka liðsheild hafi verið mesti styrkleiki flokksins.
Farið var á Pæjumótið í Vestamannaeyjum og Símamótið í Kópavogi. Bæði mótin voru hrikalega skemmtileg og stóðu stelpurnar sig mjög vel. Þær lentu í allskonar upplifunum. Unnu stóra sigra, lentu í alvöru baráttuleikjum, skoruðum frá markspyrnu, handleggsbrot, bara svo lítið sé talið upp.
Allar stelpurnar tóku gríðarlega miklum framförum á tímabilinu og eru alltaf að verða betri í fótbolta en fyrst og fremst eru þær frábærar manneskjur
Takk fyrir tímabilið!