Skemmtilegt N1 mót átti sér stað á Akureyri 2.- 5. júlí hjá 5. flokki drengja

Full mæting var meðal hópsins á mótið og náðist því í þrjú lið. Á mótinu fengu strákarnir að takast á við hin ýmsu félög og upplifa bæði sigra sem ósigra. Strákarnir gistu flestir saman í skólastofu en einhverjir voru á tjaldsvæði. Strákarnir voru félaginu til mikils sóma og tóku með sér háttvísiverðlaunin heim fyrir að vera með bestu hegðun allra liða á mótinu innan vallar sem utan. Vel gert strákar!

Áfram Álftanes!

Birt: /07/11/2025
kl:06:43